Cody Gakpo er að ganga í raðir Liverpool frá PSV, eins og fram kom í fréttum í gær.
Hollendingurinn er 23 ára gamall og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Liverpool borgar 37 milljónir punda fyrir hann til að byrja með en upphæðin gæti hækkað í 50 milljónir punda.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Það leit lengi vel út fyrir að Gakpo færi til Manchester United, en hann var sterklega orðaður við félagið. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Félagið leitar því annara leiða.
Manchester Evening News segir að United horfi til Victor Osimhen hjá Napoli. Rauðu djöflunum vantar mann í sóknarlínuna eftir að Cristiano Ronaldo hvarf á braut,
Osimhen er að verða 24 ára gamall en hann hefur verið lykilmaður fyrir Napoli undanfarin ár.
Á þessari leiktíð hefur framherjinn skorað níu mörk í ellefu leikjum í Serie A. Nígeríumaðurinn er metinn á um 70 milljónir evra.