fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Verður þetta lausn Manchester United eftir áfallið í gær?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo er að ganga í raðir Liverpool frá PSV, eins og fram kom í fréttum í gær.

Hollendingurinn er 23 ára gamall og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Liverpool borgar 37 milljónir punda fyrir hann til að byrja með en upphæðin gæti hækkað í 50 milljónir punda.

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.

Það leit lengi vel út fyrir að Gakpo færi til Manchester United, en hann var sterklega orðaður við félagið. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Félagið leitar því annara leiða.

Osimhen.

Manchester Evening News segir að United horfi til Victor Osimhen hjá Napoli. Rauðu djöflunum vantar mann í sóknarlínuna eftir að Cristiano Ronaldo hvarf á braut,

Osimhen er að verða 24 ára gamall en hann hefur verið lykilmaður fyrir Napoli undanfarin ár.

Á þessari leiktíð hefur framherjinn skorað níu mörk í ellefu leikjum í Serie A. Nígeríumaðurinn er metinn á um 70 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola leggur mikla áherslu á að fá Wirtz – Til í að bjóða leikmann í skiptum

Guardiola leggur mikla áherslu á að fá Wirtz – Til í að bjóða leikmann í skiptum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Birnir sagður á heimleið og myndi þá sameinast Gylfa í Víkinni

Birnir sagður á heimleið og myndi þá sameinast Gylfa í Víkinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast stöðuna hjá Arsenal – Bendir á þrjá lykilmenn sem gætu viljað fara

Óttast stöðuna hjá Arsenal – Bendir á þrjá lykilmenn sem gætu viljað fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja Sigmar og hans fólk ekki hafa verið fórnarlömb um helgina – „Hann er heppinn að vera bara rekinn út en ekki laminn“

Telja Sigmar og hans fólk ekki hafa verið fórnarlömb um helgina – „Hann er heppinn að vera bara rekinn út en ekki laminn“
433Sport
Í gær

Hefur ekki áhyggjur af Cole Palmer

Hefur ekki áhyggjur af Cole Palmer