Stjörnuparið Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez eru ekki vön því að spara þegar kemur að gjöfum. Það gerðu þau heldur ekki yfir hátíðarnar í ár.
Í gegnum tíðina hafa oft borist fréttir af gjöfum sem þau gefa sín á milli og eru þær hverri annari glæsilegri.
Í ár var það sama uppi á teningnum en Georina gaf Ronaldo Rolls Royce sem er meira en 50 milljóna íslenskra króna virði.
Ronaldo var hissa en afar sáttur.
Þessa dagana er Ronaldo samningslaus eftir að samningi hans við Manchester United var rift.
Það eru þó taldar allar líkur á því að hann fari til Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Ronaldo’s Partner Gifts Him Rolls Royce For Christmas
Georgina Rodriguez, the partner to Portuguese football star, Cristiano Ronaldo, has gifted him a Rolls Royce as a Christmas present.
She made this known via her Instagram account on Monday. pic.twitter.com/hoo3nzxNCZ
— Punch Newspapers (@MobilePunch) December 26, 2022