Cody Gakpo er að ganga í raðir Liverpool frá PSV, eins og fram kom í fréttum í gær.
Hollendingurinn er 23 ára gamall og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Liverpool borgar 37 milljónir punda fyrir hann til að byrja með en upphæðin gæti hækkað í 50 milljónir punda.
Það leit lengi vel út fyrir að Gakpo færi til Manchester United, en hann var sterklega orðaður við félagið. Allt kom hins vegar fyrir ekki.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Fyrirsætan Noa van der Bij flytur með Gakpo til Liverpool. Þau hafa verið par í um tvö ár.
Van der Bij er vinsæl og er með hátt í 30 þúsund fylgjendur á Instagram.