Samningi Daley Blind við Ajax hefur verið rift. Hollenska stórveldið staðfestir þetta.
Samningur hins 32 ára gamla Blind átti að renna út í sumar en hefur verið rift fyrr.
Blind er uppalinn hjá Ajax og hefur leikið með félaginu stærsta hluta ferils síns. Hann var hins vegar á mála hjá Manchester United frá 2014 til 2018.
Hjá Ajax hefur Blind sjö sinnum orðið Hollandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Alls lék hann 333 leiki fyrir Ajax.
Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, hefur tjáð sig um brotthvarf Blind.
„Á dögunum komust við að samkomulagi við Daley um að rifta samningi hans. Ég vona að hann finni sér annað félag til að klára sinn frábæra feril hjá. Í samráði við leikmanninn höfum við skipulagt leik þar sem hægt verður að kveðja hann.“
Ajacied. Voor altijd.
Bedankt voor alles, Daley! ❌❌❌
— AFC Ajax (@AFCAjax) December 27, 2022