Ný færsla Paul Pogba hefur valdið reiði á meðal stuðningsmanna Juventus.
Franski miðjumaðurinn sneri aftur til ítalska stórveldisins í sumar, sex árum eftir að hafa farið á frjálsri sölu til Manchester United.
Pogba hefur hins vegar ekki enn getað spilað leik vegna meiðsla á læri.
Nú hefur kappinn birt mynd af sér á Instagram þar sem hann er á skíðum.
Margir stuðningsmenn lýsa yfir óánægju með þetta. Þeir furða sig á því að leikmaðurinn sé nógu hraustur til að skíða þegar hann getur ekki spilað fótbolta með Juventus og að hann taki þá áhættu.
Pogba fær um 8 milljónir evra á ári hjá Juventus.
Sitt sýnist hverjum. Myndina má sjá hér að neðan.