Það var svakaleg stemning á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í gær þegar Arsenal tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Skytturnar höfðu betur, 3-1, og eru þar með komnar með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Löngu fyrir leik var komin mikil stemning fyrir utan Emirates-leikvanginn og hefur það vakið athygli margra. Stuðningsmenn Arsenal hafa ekki alltaf verið þekktastir fyrir að láta mest í sér heyra.
Það virðist þó breytt með góðu gengi liðsins.
Myndbönd frá stemningunni á meðal stuðningsmanna Arsenal má sjá hér að neðan.
Arsenal fans have upgraded… 😳🔥pic.twitter.com/rMrlAOjYaM
— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022
The Clock End support making their voices heard on the way into the ground 🔥 🔴⚪️ pic.twitter.com/A65TNbGXa4
— Harry Symeou (@HarrySymeou) December 26, 2022