Chelsea 2 – 0 Bournemouth
1-0 Kai Havertz(’16)
2-0 Mason Mount(’24)
Chelsea vann skyldusigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Bournemouth á heimavelli.
Gengi Chelsea hefur ekki verið gott á tímabilinu en liðið byrjar vel eftir HM pásuna frægu.
Mason Mount og Kai Havertz gerðu mörk Chelsea í leiknum en þau voru bæði skoruð í fyrri hálfleik.
Chelsea var mun sterkari aðilinn í leiknum og var að vinna sinn fyrsta leik eftir þrjú töp í röð.
Þeir bláklæddu sitja í áttunda sæti deildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti.