James Milner, leikmaður Liverpool, talar ekki við börnin sín á ensku en hann ræðír frekar við þau á spænsku.
Milner er orðinn ansi góður í spænsku en hann lærði tungumálið fyrst eftir að hafa skrifað undir hjá Manchester City.
Þar voru nokkrir liðsfélagar Milner sem töluðu spænsku og vildi hann kenna börnum sínum tungumálið í kjölfarið.
Eiginkona Milner, Amy Fletcher, var ekki alltaf hrifinn af þessari hugmynd Milner sem mun þó klárlega borga sig í framtíðinni.
,,Þetta gerðist eftir að ég skrifaði undir hjá Man City, ég ræddi við David Silva og Pablo Zabaleta og hélt spænskunni lifandi,“ sagði Milner.
,,Ég var alltaf svo hrifinn af því að geta talað tvö tungumál. Síðan börnin mín fæddust hef ég bara talað við þau á spænsku.“
,,Konan talar við þau á ensku en þau skilja nánast allt sem ég segi, það er mjög góð að geta gefið börnunum þínum.“
,,Ég er þrjóskur andskoti og ég vil alltaf hara rétt fyrir mér. Ég hata að tapa. Við rökræðum þetta reglulega og grínumst með að ég gæti verið lögfræðingur.“