Sparkspekingurinn, Guillem Balague fullyrðir að Lionel Messi sé að skrifa undir nýjan samning við PSG.
Fleiri fréttamenn hafa haldið þessu fram en Guillem Balague er oft vel tengdur inn í málefni Messi.
Messi varð Heimsmeistari með Argentínu fyrir rúmri viku síðan en síðan þá hafa þessar fréttir borist.
Messi er á sínu öðru tímabili hjá PSG en hann hafði verið sterklega orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Nú stefnir allt í að hann haldi kyrru fyrir í París en Messi er 35 ára gamall og að margra mati sá besti í sögu fótboltans.