Tite, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur ekki upplifað góðan mánuð en hann var rekinn eftir HM í Katar.
Brasilía var eitt sigurstranglegasta lið mótsins en olli töluverðum vonbrigðum að lokum og tapaði í átta liða úrslitum gegn Króatíu.
Tite sneri aftur til heimalandsins eftir HM en var rændur á götum Rio de Janeiro stuttu eftir komuna.
Frá þessu greina brasilískir fjölmiðlar en Tite tapaði keðju sem hann bar um hálsinn. Atvikið átti sér stað klukkan sex að morgni til.
Þjófurinn vissi um hvern væri að ræða og lét Tite einnig heyra það og gagnrýndi frammistöðu brasilíska liðsins á HM.
Tite hafði þjálfað landsliðið frá árinu 2016 og fyrir þremur árum síðan vann liðið Copa America í Suður-Ameríku.