Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.
Enski boltinn er farinn aftur af stað eftir HM-hlé. Það verður enginn Cristiano Ronaldo í þetta sinn en samningi hans við Manchester United var rift nýlega. Hann hafði farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan.
„Það er oft gott að skera meinið burt. United fyrir áramót var betra án hans,“ segir Hörður.
Það er ekki nóg að losa leikmenn heldur þarf líka að styrkja liðið, að mati Harðar.
„Það þarf að styrkja sóknarlínuna sem er þunnskipuð.“