Brentford 2 – 2 Tottenham
1-0 Vitaly Janelt(’15)
2-0 Ivan Toney(’54)
2-1 Harry Kane(’65)
2-2 Pierre-Emile Hojbjerg(’71)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en alls eru sjö leikir spilaðir yfir daginn.
Tottenham heimsótti Brentford í ansi fjörugum leik þar sem bæði lið gerðu sér vonir um þrjú stig.
Tottenham hafði tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum en Brentford var taplaust í sínum síðustu þremur viðureignum.
Þessi leikur var engin vonbrigði en leikmenn Brentford verða svekktir að hafa ekki náð í þrjú stig.
Brentford komst í 2-0 með mörkum Vitaly Janelt og Ivan Toney en þau komu í bæði fyrri og seinni hálfleik.
Harry Kane lagaði stöðuna fyrir Tottenham á 65. mínútu áður en Pierre-Emile Hojbjerg tryggði þeim hvítklæddu stig er 19 mínútur lifðu leiks.
Tottenham er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig og er Brighton í því níunda með 20.