Aston Villa 1 – 3 Liverpool
0-1 Mohamed Salah(‘5)
0-2 Virgil van Dijk(’37)
1-2 Ollie Watkins(’59)
1-3 Stefan Bajcetic(’81)
Mohamed Salah átti frábæran leik fyrir Liverpool í kvöld sem spilaði við Aston Villa í Birmingham.
Liverpool var að leika sinn fyrsta leik eftir HM í Katar og byrjar vel eftir fríið eða með 3-1 sigri.
Salah skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur og gerði Virgil van Dijk það seinna eftir sendingu Egyptans.
Villa tókst að laga stöðuna á 59. mínútu er hinn öflugi Ollie Watkins kom knettinum í netið.
Ungur leikmaður að nafni Stefan Bajcetic sá svo um að gulltryggja 3-1 sigur Liverpool með marki er níu mínútur voru eftir.
Liverpool kom sér upp í sjötta sætið með sigrinum og er stigi á eftir Manchester United sem er í fimmta sæti.