Arsenal 3 – 1 West Ham
0-1 Said Benrahma(’27, víti)
1-1 Bukayo Saka(’53)
2-1 Gabriel Martinelli(’58)
3-1 Eddie Nketiah(’69)
Arsenal hélt áfram á sömu braut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að HM pásan endaði.
Arsenal hefur verið besta lið Englands í mótinu til þessa og spilaði við West Ham á heimavelli sínum.
West Ham komst yfir og gerði eina mark fyrri hálfleiks er Said Benrahma kom boltanum í netið úr vítaspyrnu.
Arsenal svaraði ekki fyrir sig fyrr en í seinni hálfleik er Bukayo Saka jafnaði metin á 53. mínútu.
Þeir Gabriel Martinelli og Eddie Nketiah bættu svo við tveimur mörkum fyrir heimamenn sem höfðu betur, 3-1.
Arsenal er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar en West Ham er aðeins stigi frá fallsæti.