Topplið Arsenal hefur leik á ný í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og spilar við West Ham á heimavelli.
Arsenal hefur verið besta lið Englands hingað til og er með 37 stig á toppnum eftir 14 leiki.
Arsenal hefur aðeins tapaði einum leik og gert eitt jafntefli en nú er að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir HM í Katar.
Gabriel Jesus er ekki með Arsenal í kvöld vegna meiðsla og það sama má segja um Oleksandr Zinchenko.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Tierney; Partey, Xhaka; Saka, Odegaard, Martinelli; Nketiah
West Ham: Fabianski; Coufal, Dawson, Kehrer, Cresswell; Rice, Soucek; Bowen, Paqueta, Benrahma; Antonio