Arsenal er búið að leggja fram tilboð í vængmanninn öfluga Mykhaylo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn James Olley í kvöld en hann starfar fyrir ESPN.
Mudryk er einn eftirsóttasti bitinn í Evrópu en hann var frábær með Shakhtar í Meistaradeildinni fyrr á árinu.
Olley segir að Arsenal hafi boðið 65 milljónir evra í Mudryk en sú upphæð mun ekki duga.
Shakhtar er að vonast eftir töluvert hærri upphæð og mun að öllum líkindum hafna boðinu.
Arsenal have made an opening bid for Shakhtar Donetsk winger Mykhaylo Mudryk. Offer believed to be worth up to €65m including add-ons. Considerably below Shakhtar’s valuation. Story: https://t.co/hub8s3ICsk
— James Olley (@JamesOlley) December 26, 2022