Albert Guðmundsson var hetja Genoa í kvöld sem spilaði við Bari í ítölsku B-deildinni.
Íslenski landsliðsmaðurinn er heitur þessa dagana og gerði nýlega sigurmark liðsins í bikarnum.
Albert var aftur á ferðinni í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins á 58. mínútu leiksins.
Genoa er að standa sig vel í Serie B og stefnir á að komast upp í efstu deild á ný.
Genoa situr í þriðja sætinu með 33 stig og er sex stigum á eftir toppliði Frosinone.