fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Vonarstjarnan sem varð að engu opnar sig og gæti gert það sem enginn býst við

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2022 09:00

Adu árið 2005. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freddy Adu var eitt sinn vonarstjarna Bandaríkjanna í knattspyrnu. Hann stóð hins vegar aldrei undir væntingum. Kappinn útilokar ekki að snúa aftur þrátt fyrir langt hlé frá vellinum.

Adu er í dag 33 ára gamall. Hann hefur ekki spilað knattspyrnuleik í fjögur ár.

Þegar Adu var aðeins fjórtán ára skrifaði undir milljón dollara samning við Nike. Það undirstrikar hversu miklar væntingar voru til hans gerðar. Í nýju viðtali segist Adu hins vegar sjá mikið eftir þessu.

Átján ára gamall fór Adu til Benfica. Þar spilaði hann fjórtán leiki fyrir aðalliðið á fjórum árum. Hann var lánaður út til Monaco, Belenenses, Aris og Caykur Rizespor.

Eftir tímann í Portúgal fór Adu til fjölda liða, meðal annars í Finnlandi og Svíþjóð. Síðast var hann hjá Österlen í Svíþjóð í fyrra en spilaði ekki leik. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur.

„Tæknilega séð hef ég ekki lagt skóna á hilluna,“ segir Adu við Sportbible.

„Ég tók mér nokkurra ára frí þar sem ég tapaði ástinni fyrir leiknum. Sama hvort þú trúir því eða ekki er ég að hugsa um að fara aftur og spila. Ég er enn nógu ungur.“

Adu lék á sínum tíma sautján leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. Sá síðasti kom 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndbirting Gumma Ben í dag fær fólk til að tala

Myndbirting Gumma Ben í dag fær fólk til að tala
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Farið um víðan völl með Tomma Steindórs í nýjasta þætti Íþróttavikunnar – Keli fer á kostum í handbolta

Farið um víðan völl með Tomma Steindórs í nýjasta þætti Íþróttavikunnar – Keli fer á kostum í handbolta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan
433Sport
Í gær

Starfsfólk United farið að óttast njósnarann hans Ratcliffe – Leggur til hvaða fólk á að reka úr starfi

Starfsfólk United farið að óttast njósnarann hans Ratcliffe – Leggur til hvaða fólk á að reka úr starfi
433Sport
Í gær

Birnir sagður á heimleið og myndi þá sameinast Gylfa í Víkinni

Birnir sagður á heimleið og myndi þá sameinast Gylfa í Víkinni