Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.
Karlalið Vals í knattspyrnu var til umræðu, en liðið olli vonbrigðum í sumar og hafnaði í sjötta sæti.
„Mínir menn runnu nú svolítið á rassinn,“ sagði Benedikt.
Tómas Þór tók til máls og benti á vandræði Vals. „Dýrasta liðið á landinu hætti að reyna að spila. Þetta var algjör katastrófa.“
„Sem betur fer unnu stelpurnar. Þær héldu uppi heiðri Vals.“
Umræðan í heild er hér að neðan.