Knattspyrnusamgand Brasilíu hefur sent mann frá sér til Ítalíu á fund með Jose Mourinho stjóra Roma.
Tite hætti störfum eftir að Brasilía datt út í átta liða úrslitum á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Carlo Ancelotti vill ekki taka við starfinu og horfir Brasilía nú til Mourinho.
Draumur sambandsins er að ráða inn mann sem getur búið til lið sem vinnur Heimsmeistaramótið 2026.
Óvíst er hvort Roma hleypi Mourinho úr starfi en hann er á sínu öðru tímabili hjá Roma.