Forseti Barcelona, Joan Laporta, hefur vakið töluverða athygli með nýjustu ummælum sínum um Frenkie de Jong.
Það þótti augljóst síðasta sumar að Barcelona væri að reyna að losna við De Jong sem vildi sjálfur ekki færa sig um set.
Manchester United reyndi ítrekað að semja við leikmanninn fyrir tímabilið en hann neitaði alltaf að yfirgefa Barcelona.
Það var ekki ákvörðun félagsins miðað við fregnir á þeim tíma en forseti Barcelona, Laporta, segir að hann hafi aldrei viljað senda Hollendinginn annað.
Flestir telja að þessi ummæli Laporta séu bull en félagið er í erfiðri stöðu fjárhagslega og þarf að losa leikmenn.
,,Ég hef aldrei viljað selja De Jong því hann er einn af okkar mikilvægustu og hæfileikaríkustu leikmönnum,“ sagði Laporta.
,,Þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar orðinn einn af leiðtogum liðsins.“