Aaron Wan-Bissaka bakvörður Manchester United á bjarta framtíð hjá félaginu. Þetta segir Erik ten Hag og blæs á kjaftasögur fjölmiðla.
Um langt skeið hefur verið rætt og ritað um Wan-Bissaka og að hann þurfi að fara frá United til að spila.
„Hann á svo sannarlega framtíð hérna,“ segir Ten Hag og blæs á allar kjaftasögurnar.
„Frá því að við komum saman eftir frí þá hefur hann æft og þú hefur séð bætingarnar. Hann hefur bætt sig líkamlega, hann er að spila betur og er að verða betri og betri.“
Wan-Bissaka var bæði veikur og meiddur eftir að Ten Hag tók við í sumar. Hann lagði upp mark í sigri liðsins á Burnley á miðvikudag.
„EF þú gefur svona stoðsendingu, hann hreyfði sig rétt á réttum tíma og gaf frábæra fyrirgjöf á Bruno. Ég er ánægður með frammistöðu hans.“