Darwin Nunez framherji Liverpool átti slakan leik gegn Manchester City í gær, hann klúðraði hverju dauðafærinu á eftir öðru. Eitthvað sem hefur verið saga hans á fyrsta tímabilinu.
Manchester CIty sló út ríkjandi meistarana en Liverpool vann mótið á síðustu leiktíð eftir úrslitaleik við Chelsea.
Það var mikið fjör á Etihad vellinum í kvöld en þeir bláklæddu höfðu að lokum betur, 3-2.
Nathan Ake skoraði sigurmark Man City þegar 58 mínútur voru komnar á klukkuna í seinni hálfleik.
Færin sem Nunez klikkaði á eru hér að neðan.
Darwin Nunez master class Vs man city#maradona #jurgenklopp #Ronaldo #ManCity #Liverpool pic.twitter.com/XSnTHn0cir
— Tolulope 🥱🇦🇷 (@Toluactiva) December 23, 2022