Arsenal ætti að gleyma því að reyna að fá miðjumanninn Youri Tielemans frá Leicester að sögn Emmanuel Petit.
Petit er fyrrum leikmaður Arsenal en Tielemans spilar með Leicester og er sterklega orðaður við enska stórliðið.
Petit telur að það séu þó aðrir leikmenn í boði sem Arsenal þarf meira á að halda og spila þeir báðir með Brighton.
,,Ef við erum að tala um miðjumenn fyrir Arsenal þá veit ég að þeir eru orðaðir við Tielemans hjá Leicester sem er góður leikmaður en ég er ekki viss um að hann sé það sem þeir þurfa,“ sagði Petit.
,,Ég er hrifinn af tveimur leikmönnum Brightin: Alexis Mac Alilister og Moises Caicedo. Mac Allister, ég sagði þetta áður en hann vann HM en þetta er leikmaður sem gerir allt á miðjunni. Hann stjórnar spilinu, heldur boltanum, hann er tæknilega góður og skorar mörk.“
,,Caicedo sem er hliðina á honum er frábær. Ef Arsenal gæti fengið þessa tvo félaga til sínm þeir myndu passa fullkomlega í liðið.“