Sandra Sigurðardóttir skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Val. Hún var fyrr í dag kynnt á lista yfir besta íþróttafólk Íslands í ár.
Þessi koma til greina sem Íþróttamaður ársins – Átta karlar og þrjár konur koma til greina
„Það er ánægjulegt að tilkynna að Sandra hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. Sandra átti frábært tímabil árið 2022, varð sem kunnugt er tvöfaldur meistari með Val og spilaði mjög vel með íslenska landsliðinu,“ segir á vef VAls.
Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna, hefur spilað 331 leik og skorað 1 mark. Alls hefur hún leikið 517 leiki í öllum keppnum frá árinu 2001..