Repubblica á Ítalíu heldur því fram að Arsenal vinni nú í því að ganga frá samningi við Adrien Rabiot miðjumann Juventus.
Rabiot er franskur landsliðsmaður en samningur hans við Juventus rennur út næsta sumar.
Rabiot var á lista hjá Manchester United í sumar en félagið fór að lokum í Casemiro miðjumann Real Madrid.
Rabiot hefur átt flottan feril en oft hefur verið talað um hann sem vandræðagemsa.
Arsenal ætlar að reyna að styrkja lið sitt í janúar en líklegt er talið að Rabiot fari frítt frá Juventus næsta sumar.