Samkvæmt enskum blöðum vill Erik ten Hag stjóri Manchester United selja miðjumanninn Fred næsta sumar.
Fred hefur ekki verið í stóru hlutverki eftir að Ten Hag tók við sem stjóri United í sumar.
United nýtti sér ákvæði í samningi Fred á dögunum og framlengdi hann um eitt ár eða til sumarsins 2024.
Félagið gæti því freistast til þess að fá peninga í kassann og samkvæmt nýjustu tíðindum hefur PSG í Frakklandi áhuga á að krækja í Fred.
Fred kom til United sumarið 2018 fyrir 54 milljónir punda en hann var varaskeifa í landsliði Brasilíu á HM í Katar.