Það er mjög athyglisvert að skoða ferilskrá Erling Haaland þegar kemur að því að setja boltann í netið.
Haaland er 22 ára gamall sóknarmaður Manchester City og er einn besti ef ekki sá besti í heimi í dag.
Haaland er með ótrúlega tölfræði þegar kemur að markaskorun en tölfræðin er aðeins slæm hjá einu félagi, Bryne.
Norðmaðurinn var aðeins 16 ára gamall er hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bryne og lék alls 16 leiki fyrir aðalliðið án þess að skora mark.
Eftir það fór ferill leikmannsins á flug og hefur hann skorað 180 mörk í aðeins 224 leikjum.
Ásamt því að leika fyrir Bryne hefur Haaland spilað með Molde, Salzburg, Borussia Dortmund, Manchester City og auðvitað norska landsliðinu.