Pep Guardiola stjóri Manchester City er fúll og pirraður út í Kalvin Phillips miðjumann félagsins og segir hann í lélegu formi.
Kalvin sem City keypti í sumar frá Leeds hefur verið meira og minna meiddur. Hann tjaslaði sér saman fyrir HM í Katar og var í hópi Englands en spilaði sama og ekkert.
„Kalvin er ekki í formi,“ sagði Guardiola eftir sigur City á Liverpool í deildarbikarnum í gær.
„Hann kom ekki til baka í nógu góðu formi til þess að æfa og spila með okkur.“
Guardiola greindi frá því að Ruben Diaas væri meiddur aftan í læri en óvíst er hversu lengi hann verður frá.