Stjörnur brasilíska landsliðsins hafa grátbeðið Neymar um að leggja ekki landsliðsskóna á hilluna eftir HM í Katar.
Það er Goal sem greinir frá þessu og fullyrðir að margir vilji halda stórstjörnunni áfram í gulu treyjunni.
Neymar lék með Brössum á HM í Katar en liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum nokkuð óvænt gegn Króatíu.
Eftir leik gaf Neymar það stkerklega í skyn að hann væri hættur með landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur.
Vinicius Juniorr, Rodrygo, Richarlison, Raphinha, Antony og Lucas Paqueta eru á meðal leikmanna sem hafa rætt við Neymar.
Líkur eru á að Neymar muni allavega taka sér frí frá landsliðinu en gæti verið til taks í næsta Copa America.