fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Gaf Haaland leyfi á að vera meiddur í þessum leik – Mætir liði sem faðir hans spilaði með

Victor Pálsson
Föstudaginn 23. desember 2022 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Marsch, stjóri Leeds, hefur verið í sambandi við stórstjörnuna Erling Haaland síðan hann kom til Englands.

Marsch tók við Leeds á síðustu leiktíð en hann þjálfaði Haaland hjá RB Salzburg á sínum tíma – Haaland gekk í raðir Manchester City í sumar og hefur verið frábær.

Í næstu viku mun Haaland spila við sinn fyrrum þjálfara Marsch en hann er tengdur Leeds – bæði fæddist leikmaðurinn þar og var faðir hans Alf, leikmaður liðsins.

Marsch hefur nú grínast með viðureignina í næstu viku og segist hafa gefið Norðmanninum leyfi á að vera meiddur í þessum leik.

,,Hann sendi mér skilaboð um leið og dagskráin var opinberuð. Ég gaf honum leyfi til að vera aðeins meiddur fyrir þennan leik,“ sagði Marsch.

,,Hann var fæddur í Leeds, faðir hans er með sögu hér og þess vegna á félagið pláss í hans hjartastað.“

,,Þegar ég fékk þetta starf þá fékk ég stuðning bæði frá honum og föður hans. Við búumst við að hann verði klár í leikinn sem er vandamál fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“