Jesse Marsch, stjóri Leeds, hefur verið í sambandi við stórstjörnuna Erling Haaland síðan hann kom til Englands.
Marsch tók við Leeds á síðustu leiktíð en hann þjálfaði Haaland hjá RB Salzburg á sínum tíma – Haaland gekk í raðir Manchester City í sumar og hefur verið frábær.
Í næstu viku mun Haaland spila við sinn fyrrum þjálfara Marsch en hann er tengdur Leeds – bæði fæddist leikmaðurinn þar og var faðir hans Alf, leikmaður liðsins.
Marsch hefur nú grínast með viðureignina í næstu viku og segist hafa gefið Norðmanninum leyfi á að vera meiddur í þessum leik.
,,Hann sendi mér skilaboð um leið og dagskráin var opinberuð. Ég gaf honum leyfi til að vera aðeins meiddur fyrir þennan leik,“ sagði Marsch.
,,Hann var fæddur í Leeds, faðir hans er með sögu hér og þess vegna á félagið pláss í hans hjartastað.“
,,Þegar ég fékk þetta starf þá fékk ég stuðning bæði frá honum og föður hans. Við búumst við að hann verði klár í leikinn sem er vandamál fyrir okkur.“