Joan Laporta forseti Barcelona virðist vonast eftir kraftaverki og að Lionel Messi komi frítt aftur til félagsins næsta sumar.
Samningur hans við PSG rennur þá út en samkvæmt nýjustu fréttum er Messi að ganga frá nýjum samningi við PSG.
„Kemur hann aftur sem leikmaður? Núna er hann hjá PSG en við myndum elska að fá hann aftur til Barcelona einn daginn. Við sjáum hvað gerist,“ segir Joan Laporta.
Messi yfirgaf nánast gjaldþrota Barcelona fyrir 18 mánuðum síðan og virðist nú njóta lífsins í París.
„Hann er í okkar bókum besti leikmaður allra tíma, hann var hjá okkur og ólst upp hjá Barcelona.“
„Innst inni er hann stuðningsmaður Barcelona, hann verður alltaf með tengsl við Barcelona.“