Emiliano Martinez spilaði gríðarlega stórt hlutverk á HM í Katar er Argentína fagnaði sigri í fyrsta sinn í mörg, mörg ár.
Martinez var ekki aðeins frábær í marki Argentínu heldur hjálpaði liðsfélögum sínum og þar á meðal Paulo Dybala.
Martinez gaf Dybala góð ráð í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum, eitthvað sem sá síðarnefndi mun ávallt vera þakklátur fyrir.
,,Ég þurfti að vera eins rólegur og ég gat. Það er ekki erfitt því þú spilar ekki úrslitaleik HM á hverjum degi,“ sagði Dybala.
,,Það tók mig langan tíma að labba að boltanum og ég hefði getað verið lengur. Ég ræddi við Martinez og hann sagði mér að skjóta í miðjuna eftir að þeir höfðu klúðrað.“
,,Hann sagði að markmennirnir myndu alltaf skutla sér, ég ætlaði að skjóta til hliðar, þar sem markmaðurinn skutlaði sér en þá heyrði ég ráð liðsfélaga míns.“
,,Ég breytti um skoðun á síðustu stundu. Ég hlustaði á Martinez því þeir höfðu gert mistök áður en ég steig á punktinn – hann sagði mér að skjóta í miðjuna og svo endaði þetta sem mark.“