Karim Benzema hefur ákveðið að henda flestum samlöndum sínum úr landsliðinu út af Instagram síðu sinni.
Benzema er hættur að leika með landsliðinu á meðan Didier Deschamps er þjálfari liðsins. Hann meiddist og missti af HM í Katar.
Benzema ku hafa viljað mæta aftur þegar hann náði heilsu en Deschamps vildi ekki fá þennan besta knattspyrnumann í heimi í hópinn. Ef marka má fréttir.
Nú segir Marca á Spáni frá því að Benzema hafi tekið til á Instagram síðu sinni og hent flestum landsliðsmönnum út.
Aðeins þeir Eduardo Camavinga Aurelien Tchouameni, Raphael Varane, Kylian Mbappe, og Marcus Thuram eru á meðal leikmanna sem Benzema fylgir nú í dag.