Ansu Fati þykir vera einn efnilegasti leikmaður heims en hann spilar með Barcelona á Spáni.
Árið 2012 var Fati með boð frá Real Madrid, erkifjendum Barcelona, en ákvað að lokum að semja við það síðarnefnda.
Ástæðan er athyglisverð en Fati segir að Real hafi ekki verið í stöðu til að sjá vel um leikmenn í akademíunni á þessum tíma.
Fati er 20 ára gamall og er gríðarlegt efni en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona aðeins 16 ára gamall.
,,Áður en ég skrifaði undir hjá Barcelona þá var ég á reynslu hjá Real Madrid. Á Þessum tíma var félagið ekki í stöðu til að sjá um yngri leikmenn,“ sagði Fati.
,,Það var þess vegna sem ég og faðir minn ákváðum að Barcelona væri besti kosturinn, að fara í La Masia.“