fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Stjarnan lýsir ömurlegri reynslu af fluginu – „Þvílík vanvirðing“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rahinha og ólétt unnusta hans, Natalia Belloli, lentu í því að vera föst í kyrrsettri flugvél í þrjár klukkustundir. Knattspyrnumaðurinn lýsir yfir ósætti á samfélagsmiðlum.

Raphinha og Belloli voru á leið heim frá Brasilíu til Barcelona, þar sem leikmaðurinn spilar. Höfðu þau verið í fríi í heimalandinu eftir að Brasilía datt úr leik á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Flugfélagið sem um ræðir er Tap Air Portugal og ástæða seinkunnar var að tvær töskur týndust.

„Mig langar að þakka TAP fyrir að skilja okkur eftir í flugvélinni í meira en klukkustund,“ segir kaldhæðinn Raphinha en svo bættist alltaf við tímann.

„Margir hér voru að millilenda og gátu ekki fengið sér hádegismat. Þeirra á meðal er ég en þau gefa okkur ekki mat eða neitt.

Þvílík vanvirðing á TAP.“

Raphinha hélt áfram og var allt annað en sáttur.

„Takk fyrir TAP enn og aftur. Það var ekki nóg með að fresta fluginu um þrjá tíma, þar sem við sátum inni í vélinni, þau náðu einnig að týna tveimur töskum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond