Rudud van Nistelrooy, stjóri PSV Eindhoven, viðurkennir að Cody Gakpo gæti verið á förum frá félaginu í janúar.
Gakpo er 23 ára gamall og var einn besti leikmaður Hollands á HM í Katar og er eftirsóttur af stórliðum Evrópu.
Mörg lið reyndu að klófesta Gakpo síðasta sumar en lið á borð við Real Madrid, Manchester United, Arsenal og Newcastle eru orðuð við hann.
Van Nistelrooy útilokar ekki að Gako fari í janúarglugganum en vonar að það verði beðið til næsta sumars.
,,Ef ég fengi að velja þá myndi ég frekar losna við Gakpo í sumar en það getur gerst núna,“ sagði Van Nistelrooy.
,,Það kemur einfaldlega að þeim tíma þar sem þú getur ekki sagt nei.“