Cristiano Ronaldo hefur birt fyrstu myndina af sér á Instagram eftir að HM í Katar lauk en hann hefur verið í sárum eftir að keppni lauk.
Ronaldo er 37 ára gamall en hann er mættur til Sádí Arabíu að skrifa undir hjá Al-Nassr. Ronaldo birti mynd af sér í sundlauginni í Sádí að njóta lífsins.
Ronaldo verður leikmaður liðsins í tvö og hálft ár en tekur svo við sem sendiherra félagsins.
Ronaldo fær 175 milljónir punda í vasa sinn á ári sem leikmaður og verður þar með launahæsti leikmaður í heimi.
Ronaldo er 37 ára gamall en hann rifti samningi sínum við Manchester United á dögunum eftir viðtal hjá Piers Morgan, þar sem hann urðaði yfir félagið og Erik ten Hag.
Myndin af Ronaldo er hér að neðan.