Lionel Messi eyddi öllum gærdeginum á heimili sínu í Rosario í Argentínu en þangað fór hann eftir fögnuð í Buenos Aires.
Messi fór ekkert út úr húsi í gær en Argentína varð Heimsmeistari á sunnudag og var mikil gleði í þrjá sólarhringa hjá liðinu.
PSG á leik 28 desember en ekki er búist við því að Messi verði mættur til að taka þátt í þeim leik.
Fjölmiðlar í Argentínu segja að Messi muni líklega loka sig af heima hjá sér fram yfir jól til að sleppa við áreiti fólks.
Fólkið í Rosario hefur hópast fyrir utan heimili Messi í bænum en vonir stóðu til um að Messi tæki hring um borgina til að fagna með fólkinu. Það er nú talið ólíklegt.
Messi er 35 ára gamall en samkvæmt fréttum er hann líklega að framlengja samning sinn við PSG.