Edouard Mendy hefur hafnað nýjum sex ára samningi frá Chelsea og er samkvæmt fréttum móðgaður yfir tilboðinu.
Mendy er þrítugur og kom til Chelsea árið 2020 og var kjörinn besti markvörður í heimi árið 2021.
Hann þénar í dag 100 þúsund pund á viku en sættir sig ekki við neitt annað en að tvöfalda þá tölu samkvæmt fréttunum.
Kepa Arrizabalaga sem hefur að mestu verið á bekknum eftir komu Mendy þénar nefnilega 200 þúsund pund á viku.
Tilboðið frá Chelsea til Mendy var ekki svo gott og hafnaði markvörðurinn frá Senegal tilboðinu í hvelli.