Scott McTominay miðjumaður Manchester United segir það af og frá að hann sé að leggja ungstirnið Alejandro Garnacho í einelti.
Á æfingu um daginn sást skoski miðjumaðurinn taka húfuna af Garnacho og sparka henni í burtu.
„Það komu margir að máli við mig og ræddu um þetta sem einelti, þetta var bara grín,“ segir skoski miðjumaðurinn.
Garnacho hefur átt fína spretti í liði United undanfarið en félagið reynir nú að framlengja samning hans.
„Hann verður að vera með báðar fætur á jörðinni og halda áfram að leggja mikið á sig.“
„Hann getur orðið algjörlega frábær leikmaður,“ segir McTominay um unga sóknarmanninn frá Argentínu.
Scott McTominay takes Alejandro Garnacho’s hat & kicks it away 😂 pic.twitter.com/PyjEvxdBov
— mufcmpb (@mufcMPB) November 2, 2022