Knattspyrnusamband Íslands ætlar ekki að styðja framboð Gianni Infantino til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á nýjan leik.
Þetta var ákveðið á fundi stjórnar KSÍ þann 8. desember.
Á fundinum voru málefni FIFA rædd og lýsir KSÍ yfir vonbrigðum með tilteknar ákvarðanir FIFA sem hafa verið teknar í tengslum við Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í Katar. Í ljósi þessa hefur stjórn KSÍ ákveðið að styðja ekki við framboð Infantino til forseta FIFA.
Infantino er sitjandi forseti FIFA. Kosið verður um endurkjör hans þann 16. mars næstkomandi í Rúanda.
Enginn hefur boðið sig fram gegn Infantino.
Hér má nálgast fundargerð KSÍ frá 8. desember.