fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Íslensk knattspyrna 2022 er komin út

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Íslensk knattspyrna 2022 er komin út í 42. skiptið í röð en hún hefur komið út samfleytt frá árinu 1981. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er stærri en nokkru sinni fyrr, 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Víðir Sigurðsson er höfundur bókarinnar en hann hefur skrifað hana samfleytt frá árinu 1982.

Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2022 í öllum deildum karla og kvenna, sem og yngri flokkunum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er landsleikjum ársins í öllum aldursflokkum gerð góð skil, sérstaklega leikjum kvennalandsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins, og fjallað sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis.

Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru.

Viðtöl í bókinni eru við Söndru Sigurðardóttur, markvörð Íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, og Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks.

Í ár er bókin gefin út með tveimur kápum. Á kápu hefðbundnu útgáfunnar er mynd af Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki og sú útgáfa er í almennri sölu og dreifingu og fæst í bókaverslunum Eymundsson um allt land. Einnig er hægt að panta hana, ásamt eldri bókum, hjá Sögur Útgáfa, pontun@sogurutgafa.is eða 557 3100.

Í sérútgáfu er mynd af Íslandsmeisturum Breiðabliks í karlaflokki og sú bók er eingöngu til sölu hjá Breiðabliki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir