Markvörðurinn Guillermo Ochoa er að ganga í raðir Salernitana á Ítalíu.
Ochoa er á mála hjá América í heimalandinu, Mexíkó.
Kappinn hefur getið af sér gott orðspor sem eins konar HM-hetja, en hann virðist alltaf stíga upp með mexíkóska landsliðinu á Heimsmeistaramótum. Flaug þetta hvað hæst á HM 2014 í Brasilíu, þar sem hann var stórkostlegur.
Hinn 37 ára gamli Ochoa gengur nú í raðir Salernitana, en liðið leikur í efstu deild Ítalíu og er þar í tólfta sæti.
Ochoa gerir stuttan samning, út þessa leiktíð.
‘Memo’ Ochoa will land in Italy today – he will undergo medical tests then he'll be unveiled as new Salernitana player, plan confirmed. 🇲🇽🤝🏻 #transfers
Ochoa will sign with Serie A side until June 2023. pic.twitter.com/upbcM8zLZ4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2022