Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að það væri erfitt fyrir liðið að semja við nýju stjörnuna Enzo Fernandes.
Fernandes gerði frábæra hluti með Argentínu á HM í Katar og vakti athygli stórliða út um allan heim.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann Benfica sem var valinn besti ungi leikmaður mótsins er Argentína fagnaði sigri.
Newcastle er ríkasta félag heims í dag en Howe segir samt sem áður að Fernandes gæti verið of dýr á næsta ári.
,,Ég veit af þessum leikmanni og ég þekki hann vel en ég held að kaupverðið gæti verið aðeins of hátt,“ sagði Howe.
Talið er að Fernandes muni kosta um 90 milljónir punda en hann er einnig orðaður við Liverpool.