Leicester City vill reyna að ganga frá kaupum á Azzedine Ounahi miðjumanni Angers sem sló í gegn á HM í Katar.
Ounahi var gjörsamlega frábær í liði Marokkó sem fór alla leið í undanúrslit í Katar.
Ounahi er til sölu hjá Angers eftir mótið en franska félagið vill tæpar 40 milljónir punda fyrir Ounahi.
Það gæti verið helst til of dýrt fyrir Leicester sem skoðar einnig Jeremie Boga miðjumann Sassuol sem er talsvert ódýrari kostur.
Ounahi var einn besti miðjumaðurinn á HM í Katar og er búist við að fleiri lið en Leicester skoði að kaupa hann í janúar.
https://liveblog.digitalimages.sky/lc-images-sky/lcimg-c8cd55ff-468d-4527-a5bf-5effa82cdfb0.jpg