Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, hefur sterklega gefið í skyn að liðið muni styrkja sig í janúarglugganum.
Liverpool hefur byrjað tímabilið á Englandi afskaplega illa og er vonast eftir betri árangri eftir að HM í Katar lauk.
Það er stutt í að janúarglugginn opni og eru ýmsir leikmenn orðaðir við Liverpool og má nefna Enzo Fernandez og Sofyan Amrabat.
Báðir þessir leikmenn vöktu athygli á HM en Fernandez fór alla leið og vann keppnina með Argentínu.
,,Þegar kemur að félagaskiptaglugganum þá erum við alltaf tilbúnir, við undirbúum okkur alltaf,“ sagði Lijnders.
,,Ef réttur leikmaður er í boði á réttum tímapunkti og ef tilfinningin er rétt þá erum við undirbúnir.“