Louis van Gaal útilokar það alls ekki að hann gæti snúið aftur í stjórastólinn þrátt fyrir að vera orðinn 71 árs gamall.
Van Gaal þjálfaði hollenska landsliðið á HM í Katar en mun ekki halda því starfi áfram á næsta ári.
Hollendingurinn er opinn fyrir því að taka við allavega einu liði og er það Portúgal sem er án þjálfara.
Fernando Santos var látinn fara frá Portúgal eftir HM en liðið féll úr leik eftir tap gegn Marokkó í 8-liða úrslitum.
Van Gaal segist vera hættur þjálfun en mun hlusta ef hann fær hringingu frá portúgalska sambandinu.
,,Ég er hættur aftur en ef Portúgal hringir í mig þá mun ég hlusta. Það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Van Gaal.