Lionel Messi var fljótur að henda sér heim til Rosario í gær eftir að hafa fagnað með liðsfélögum sínum í Buenos Aires.
Leikmenn Argentínu fögnuðu þar með þjóðinni í gær en Messi skellti sér beint í heimabæinn að slaka á.
Messi á glæsilegt heimili í Rosario en líklegt er að hann mæti ekki til æfinga hjá PSG næstu daga.
Fjöldi fólks hafði hópast saman fyrir utan heimili Messi í Rosario í gær til að fagna Heimsmeistaranum sínum.
Hér að neðan má sjá hvernig fólkið í Rosario tók á móti Messi.
The scenes outside Messi's house as he arrived back home in Rosario 😳🇦🇷
(via @tomasdvoretzky) pic.twitter.com/uDfDdJNiYr
— ESPN FC (@ESPNFC) December 21, 2022