Julian Alvarez og Lautaro Martinez tóku ansi hressilega á því á sigurhátíð argentíska landsliðsins heima fyrir í gær.
Argentíska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum sem það hlaut um helgina með því að keyra í opinni rútu um Buenos Aires.
Rútuferðin hófst klukkan 15 en var hætt snemma af öryggisástæðum. Var það eftir að aðdáendur hoppuðu af brú og ofan á rútuna þar sem Lionel Messi og félagar voru. Síðar birtust leiðinlegar fregnir af fagnaðarlátunum. 24 ára gamall maður lét lífið og fimm ára drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Leikmenn voru fluttir burt með þyrlu en þangað mættu Alvarez og Martinez ansi hressir. Þeir voru bersýnilega búnir að fá sér duglega í glas. Lögregluþjónn fylgdi þeim að þyrlunni.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
La Araña se pasó un poco de copas y terminó abrazado a un policia antes de subirse al helicóptero 🤣👏🏼 pic.twitter.com/iqUha7AoY7
— La Página Millonaria (@RiverLPM) December 20, 2022